13 kílóum þyngri og líkamlega í rusli

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock nærðist ekki á neinu nema hamborgarafæði í heilan mánuð. Að honum loknum var hann líkamlega í rusli og hafði þyngst um 13 kíló.

Læknar vöruðu Spurlock alvarlega við þessu uppátæki en það var innlegg í heimildarmyndina "Ofurstærðin ég" ("Super Size Me"), sem fjallar um skyndibitaiðnaðinn í Bandaríkjunum og afleiðingar hans fyrir heilsufarið.

Spurlock borðaði aðeins það sem var á matseðlinum hjá McDonald's hamborgarakeðjunni. Kom þetta fram í Aftenposten í gær en fréttin birtist fyrst í The Salt Lake Tribune. Eftir mánuð hafði Spurlock þyngst um 13 kíló og kólesterólmagnið var rokið upp úr öllu valdi. Lifrin líktist mest fitulifur drykkjumanna en það er undanfari skorpulifrar. Þá þjáðist hann af höfuðverk og þunglyndi og kynhvötin hafði snarminnkað. Hann var tvo mánuði að komast í samt lag.

Læknar sögðu að það hefði komið verulega á óvart hvað ruslfæðið hafði miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann á skömmum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Loka