Barbie eignast nýjan kærasta

Það reiðarslag dundi á dúkkuunnendum fyrr á árinu að fregnir bárust af sambandsslitum Barbie og Ken.

Þessi frægasta dúkka heims hafði átt í ástarsambandi við Ken í ein 40 ár þegar Mattel-fyrirtækið, sem framleiðir Barbie, tilkynnti að parið hefði ákveðið að skilja. Illar tungur sögðu þó sambandsslitin einungis bragð hjá markaðsfræðingum Mattel þar sem sala á Barbie-dúkkum hafði fyrr á árinu dregist saman um ein 70%.

Það fregnaðist svo í vikunni að Barbie væri komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heppni heitir Blaine og er brimbrettamaður frá Ástralíu.

Barbie fékk hjálp almennings við að velja kærastann en yfir tvær milljónir manna greiddu atkvæði í kosningu sem Matttel stóð fyrir á heimasíðu sinni á dögunum. Blaine varð hlutskarpastur í kostningunni og er parið að sögn mjög hamingjusamt.

Barbie, sem heitir fullu nafni Barbie Millicent Roberts, leit fyrst dagsins ljós árið 1959. Mismunandi útgáfur af henni eru fáanlegar í yfir 150 löndum víðsvegar um heiminn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka