Portúgalski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Jose Saramago sagði í dag að hann teldi að heimurinn væri betri en fullorðnir væru þvingaðir til að lesa barnabækur.
Saramago segir að bækurnar innihaldi siðferðislegan boðskap og kennd séu góð gildi sem talin séu nauðsynleg, s.s. samstaða, virðing fyrir öðrum og gæska. Þegar við fullorðnumst gleymum við þessum boðskap, segir Saramago.
Bækur Saramagos, 81 árs, eru blanda af dulúðlegu raunsæi og beittum pólitískum athugasemdum. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1998.