Braust inn og spilaði Beethoven

Lögreglustjórinn í New Riegel í Ohio vaknaði um miðja nótt við óvænt en falleg hljóð úr dagstofunni. Þegar lögreglustjórinn, Steve Swartzmiller, hafði seilst eftir marghleypunni og farið að athuga málið kom í ljós að við píanóið sat óboðinn gestur og spilaði Beethoven.

Gesturinn var Shawn Chadwell, 19 ára, veldrukkinn, við píanóið í stofunni. Í ljós kom að Chadwell hafði ætlað að heimsækja vin sinn en farið húsavillt.

Hann var ákærður fyrir ölvun undir lögaldri og innbrot. En Swartzmiller lét þess getið að túlkun Chadwells á Beethoven hafi verið óaðfinnanleg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson