Til hamingju með melónudaginn

Túrkmenbasi, Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistan.
Túrkmenbasi, Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistan. mbl.is

Túrkmenbasi, eða Faðir allra Túrkmena, óskaði í dag þjóð sinni til hamingju með Melónudaginn, sem hann gerði að opinberum hátíðisdegi í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi, til heiðurs öllum melónunum sem ræktaðar eru þar í alls fimm hundruð afbrigðum.

Meðal þeirra melónuafbrigða sem ræktaðar eru í Túrkmenistan er Keisaramelónan, sem ræktuð er til heiðurs Túrkmenbasa, sem réttu nafni heitir Saparmurat Niyasov, og er forseti landsins. Einnig er ræktuð melóna sem heitir Gullöldin, og er hún tákn um þá gósentíð sem ríkt hefur undir stjórn forsetans, að því er landbúnaðarráðuneytið segir.

„Megi líf Túrkmena vera jafn fagurt og melónurnar okkar,“ sagði í tilkynningu frá Túrkmenbasa. „Það er hvergi í heiminum til nokkuð þessu líkt,“ sagði opinbera dagblaðið Óháð Túrkmenistan í fyrirsögn.

Niyasov hefur verið leiðtogi Túrkmenistan síðan 1985, sem formaður kommúnistaflokksins. Hann var kosinn forseti 1992 í kjölfar hruns Sovétríkjanna og hefur síðan lagt áherslu á mikilvægi sjálfs sín í lífi þjóðarinnar. Myndir af honum prýða byggingar hvarvetna í landinu og gullstytta af honum í höfuðborginni Ashgabat snýst þannig að hún snýr ætíð að sólinni. Þá hefur Niyasov gefið mánuðum ársins ný nöfn í höfuðið á sjálfum sér og meðlima fjölskyldu sinnar.

Túrkmenistan er að mestu eyðimörk, en ríkt af jarðgasi. Íbúar eru um 4,8 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka