Varasamur vinur sjómannsins

Lög­regl­an í Þýskalandi biður öku­menn að gæta sín á því að ef þeir leggja sér „Fis­her­mens Friend“ til munns kunni þeir að verða tekn­ir fyr­ir meinta ölv­un við akst­ur.

Þetta kom í ljós þegar 24 ára ökumaður var tek­inn fyr­ir meinta ölv­un í München. Þegar hann var lát­inn blása í blöðru benti allt til að áfeng­is­magnið í blóði hans væri yfir leyfi­leg­um mörk­um, en þegar blóðsýni var tekið reynd­ist ekki vott­ur af áfengi í því.

Ökumaður­inn var lát­inn laus eft­ir að hafa játað að það sterk­asta sem hann hefði lagt sér til munns væru hálstöfl­urn­ar góðkunnu, Fis­herm­ans Friend.

Ananova hef­ur eft­ir rétt­ar­lækni að bragðefni í töfl­un­um virki á sama hátt og áfengi þegar blásið er í blöðru lög­regl­unn­ar. Próf­an­ir hefðu sýnt að aðeins þrjár töfl­ur dugðu til að ökumaður virt­ist vera með þre­falt meira áfeng­is­magn í blóðinu en heim­ilt er í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver atburður verður til þess að gamlar minningar leita aftur á hugann. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einhver atburður verður til þess að gamlar minningar leita aftur á hugann. Samskipti við systkini skipta miklu máli á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar