Kaffibolli getur aukið kynlífslöngun kvenna að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Á vef Aftenposten er haft eftir Sky-sjónvarpsstöðinni að stór skammtur af kaffi geti aukið virkni þess hluta heilans sem stjórnar kynlífslöngun. Vísindamenn við Southwestern-háskólann í Texas draga þessar ályktanir af rannsókn á kvenkyns rottum. Rottur sem fengu koffeinskammta stunduðu meira kynlíf en rottur sem ekki fengu koffein. Mest áhrif sáu vísindamennirnir hjá rottum sem ekki voru vanar koffeini.