Stórt egg varð hænu um megn

Hæna í Molde í Noregi verpti nýlega eggi sem var tvisvar sinnum stærra en venjulegt hænuegg. Vó eggið 122 grömm, en venjulegt hænuegg vegur á bilinu 50-60 grömm. Það varð hænunnar síðasta að verpa þessu eggi.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten og hefur eftir Romsdal Budstikke.

Hænan var í eigu Sponås-fjölskyldunnar á Ströndum í Molde. Solveg Sponås segist halda að bæði fóðrið sem hænan hafi fengið, sem og meðfæddir hæfileikar hennar, hafi gert að verkum að hún verpti svona stóru eggi. Segir Solveg hænur fjölskyldunnar fá mikið af ávöxtum og grænmeti, auk hefðbundins korns.

En sagan hlaut dapurlegan endi því að hænan meiddist alvarlega við að verpa egginu og óhjákvæmilegt reyndist að aflífa hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir