Ísaldarmaður grunaður um níu morð

Vísindamaður skoðar Ötzi.
Vísindamaður skoðar Ötzi.

Ötzi hefur legið steindauður og ískaldur í fimm þúsund og þrjúhundruð ár en eigi að síður liggur hann undir þeim grun að hafa valdið dauða níu manna síðan að hann fannst í sprungu í Ölpunum fyrir nokkrum árum. Þessi saga minnir um margt á Tinnabækurnar Sjö kraftmiklar kristallskúlur og Fangarnir í sólhofinu, en nú deyja þeir einn af öðrum sem komu eitthvað nálægt því að færa Ötzi til byggða.

Günther Henn var fyrstur til að fara, hann var réttarlæknirinn sem dró Ötzi úr líkpokanum og myndin af honum með Ötzi á öxlinni fór víða um heim. Hann dó í bílslysi skömmu síðar.
Kurt Fritz hafði í áratugi stundað fararstjórn í Ölpunum og hann fylgdi læknum að Ötzi og plokkaði andlit hans úr klakanum með skíðastafnum sínum. Ári síðar féll hann niður um 500 metra sprungu þar sem hann dó lemstraður og matarlaus.
Rainer Hölzl var ungur blaðamaður sem fylgdi sjónvarpstökumönnum og færði heiminum fréttina af múmíufundinum. Hann dó nokkrum mánuðum síðar af heilaæxli sem enginn hafði haft hugmynd um.
Helmuth Simon fann Ötzi á göngu sinni um Alpana, án hans hefði Ötzi fengið að hvíla aðeins lengur í snjónum. Simon fell niður um sprungu á annarri gönguferð um jökulinn skömmu síðar og fraus þar í hel.

Í grein í norska Extra Bladet hafa harðsvíraðir samsæriskenningamenn síðan bent á fjögur önnur andlát sem þeir telja að tengjast þeirri bölvun sem hvíli yfir Ötzi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir