Jólageitin í Gävle heil á húfi eftir hátíðarnar

Jólageitur lifa hættulegu lífi í Svíþjóð.
Jólageitur lifa hættulegu lífi í Svíþjóð. mbl.is/Brynjar Gauti

Jólageitin í Gävle í Svíþjóð náði mikilvægum áfanga þegar henni tókst að sleppa ómeidd frá árásum skemmdarvarga nú hátíðarnar. Geit úr stráum hefur verið reist á Slottstorginu í 40 ár og oftar en ekki hefur verið kveikt í henni fyrir jólin eða hún hefur lent í öðrum hremmingum.

Er þetta tólftu jólin sem geitin sleppur ósködduð frá jólahátíðinni á þeim fjörtíu árum sem hún hefur verið sett upp.

Stundum hefur verið kveikt í geitinni það snemma í desember, að tími hefur unnist til að reisa nýja geit í staðinn en oftar en ekki hefur torgið verið tómt á jóladag. Jólin 2005 kveiktu skemmdarvargar íklæddir í jólasveinabúning og búning sætabrauðsdrengsins í geitinni. Þeir hafa ekki enn fundist. Þetta árið var öflugu eldvarnaefni úðað yfir geitina og hefur það dugað vel.

Reynt var að kveikja í geitinni um miðjan desember. Bensíni var úðað yfir hægri framfótinn og eldur borinn að en eldvarnarefnið kom í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Smá sviðablettir eru á geitinni en að öðru leyti var hún óskemmd.

Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum verður geitin geymd á leynilegum stað fram að næstu jólum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundaðu hreyfingu, heilsurækt og lestur til þess að auka þekkinguna. Líklega kemur gæludýr á heimilið fljótlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir