Handteknir fyrir að daðra við stúlkur

Frá hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu.
Frá hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu. Reuters

Tæplega 60 ungir karlmenn hafa verið handteknir fyrir að daðra við stúlkur í verslunarmiðstöð í Mekka. Saksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á málinu.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa klætt sig með ósæmilegu hætti, leikið háværa tónlist og dansað í því augnamiði að ná athygli stúlknanna. Frá þessu greindi dagblaðið Saudi Gazette.

Mennirnir voru handteknir að beiðni sérstakrar nefndar sem hefur það verkefni að stuðla að skírlífi og koma í veg fyrir ódyggð, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Siðferðislögreglan (mutaween) framfylgir þessum lögum.

Skemmst er frá því að segja þegar yfirvöld í Sádi-Arabíu bönnuðu sölu á rauðum rósum og öðru sem tengist Valentínusardeginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka