Adidas og Puma slíðra sverðin

Bræðurnir Adolf (Adi) og Rudolf Dassler.
Bræðurnir Adolf (Adi) og Rudolf Dassler.

Þýsku fyrirtækin Adidas og Puma ætla að binda enda á deilur bræðranna Adi og Rudolf Dassler, sem stofnuðu fyrirtækin. Deilurnar hófust fyrir 60 árum.

Bræðurnir hófu að framleiða íþróttaskó í vaskaherbergi móður sinnar á þriðja áratug síðustu aldar. Það slóst í brýnu á milli þeirra tímum síðar heimsstyrjaldarinnar sem varð til þess að þeir stofnuðu sitt hvort fyrirtækið í Suður-Þýskalandi. Talið er að deilurnar hafi snúist um stjórnmál, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Þann 21. september ætla starfsmenn fyrirtækjanna að takast í hendur og keppa í fótbolta. Þetta skiptir miklu máli fyrir íbúa í bænum Herzogenaurach, þar sem tvö af stærstu íþróttavörufyrirtækjum í heimi eru staðsett.

Deilur bræðranna urðu til þess að bæjarbúar skiptust í tvær fylkingar þegar þeir stofnuðu fyrirtækin árið 1948 og urðu tveir af helstu atvinnurekendum bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson