Matseðill af Titanic boðinn upp

Vonast er til að um 100 þúsund pund fáist fyrir matseðil úr hinni örlagaríku jómfrúferð farþegaskipsins Titanic árið 1912 á uppboði 31. mars næstkomandi hjá uppboðsfyrirtækinu Henry Aldridge & Son. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina boðið upp fjölmarga muni tengda skipinu. Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph fjallar um þetta í dag.

Eins og sögufrægt er sökk Titanic í jómfrúferð sinni út af Nýfundnalandi á leið frá Englandi til New York í Bandaríkjunum eftir að hafa siglt á ísjaka með þeim afleiðingum að 1.517 manns týndu lífi.

Matseðillinn er dagsettur 14. apríl 1912 og þar gefur að líta þær gómsætu veitingar sem farþegum á fyrsta farrými Titanic stóðu til boða. Hann var á borði bankamannsins Washingtons Dodge og konu hans, Ruth, en hún hafði stungið honum í töskuna sína.

Ruth Dodge lifði það af þegar Titanic sökk ásamt syni þeirra hjóna og matseðillinn hefur síðan verið í eigu afkomenda þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup