Innsýn gefin í líf hinna blindu

00:00
00:00

Í al­gjöru myrkri verða minnstu at­hafn­ir flókn­ari. Hvernig finn­ur þú hurðina út úr her­berg­inu? Hvernig eld­arðu þér máltíð eða ferð yfir götu? Þetta er meðal þess sem gest­ir „Ósýni­legu sýn­ing­ar­inn­ar“ í Var­sjá í Póllandi fá að reyna, en þar er fólkið boðið að tak­ast á við lífið eins og það er í heimi hinna blindu.

Blind­ir leiðsögu­menn fylgja fólki í gegn­um sýn­ing­una, sem er í sex her­bergj­um þar sem alls staðar er kolniðamyrk­ur. Í hverju her­bergi er líkt eft­ir at­höfn­um dag­legs lífs, bæði inni á heim­il­inu, úti á götu, á kaffi­húsi og svo fram­veg­is. Það tek­ur gesti um klukku­stund að vera leidd­ir í gegn­um safnið þar sem þeir læra að lykta, heyra, smakka á og snerta hluti án þess að sjá nokk­urn skapaðan hlut. Hug­mynd­in er sú að gefa inn­sýn í og dýpka skiln­ing á stöðu blindra.

„Mark­mið okk­ar er að sýna fram á að ver­öld hins blinda get­ur verið fal­leg og stór­kost­leg, að blind­ir hafa skop­skyn og lifa líf­inu af ástríðu,“ seg­ir Mal­g­orz­ara Szu­mowska, safn­vörður á Ósýni­legu sýn­ing­unni.

Í her­berg­inu sem lík­ir eft­ir um­ferðargötu er yf­ir­gnæf­andi um­ferðar­há­vaði og gest­ir verða að forðast að lenda í árekstri við bíla eða ljósastaura. Annað her­bergi er öllu friðsælla, þar er líkt eft­ir göngu­ferð úti í skógi þar sem allt ang­ar af gróðri og lít­ill læk­ur seytl­ar und­ir brú. Síðasta her­bergið er kaffi­hús, þar sem gest­ir láta reyna á hæfi­leika sína sem blind­ir þjón­ar.

Hug­mynd­in að blindra­sýn­ing­unni kviknaði í Ung­verjalandi hjá konu sem umbreytti íbúð sinni í myrkra­ver­öld til að deila lífs­reynsl­unni með eig­in­manni sín­um sem missti sjón­ina í slysi og þurfti að læra að at­hafna sig upp á nýtt. Til­raun henn­ar vakti at­hygli og úr varð sýn­ing í Prag í Tékklandi, sem varð fyr­ir­mynd sýn­ing­ar­inn­ar í Var­sjá. Ár er liðið frá opn­un og hafa 30.000 manns heim­sótt Ósýni­legu sýn­ing­una.

Blindu leiðsögu­menn­irn­ir fá all­ir greitt fyr­ir vinnu sína sem er dýr­mætt þar sem at­vinnu­tæki­færi eru fá fyr­ir blinda. Pawel Kozlowski, einn leiðsögu­mann­anna, seg­ir þetta besta starf sem hann hafi unnið, en líka mikla áskor­un. „Ef þetta skil­ar sér í því að einn af hverj­um 10 gest­um lær­ist að líta á blinda sem venju­legt fólk, þá höf­um við ná ár­angri.“

Stúlka með grímu fyrir augunum tekur þátt í leik sem …
Stúlka með grímu fyr­ir aug­un­um tek­ur þátt í leik sem örv­ar skyn­fær­in - önn­ur en sjón, á Ósýni­legu sýn­ing­unni í Var­sjá. AFP
Blindur leiðsögumaður útskýrir hvernig sýningin virkar áður en gestir eru …
Blind­ur leiðsögumaður út­skýr­ir hvernig sýn­ing­in virk­ar áður en gest­ir eru leidd­ir inn í myrkvaðan heim hinna blindu á Ósýni­legu sýn­ing­unni í Var­sjá. AFP
Blindur leiðsögumaður utan við Ósýnilegu sýninguna í Varsjá.
Blind­ur leiðsögumaður utan við Ósýni­legu sýn­ing­una í Var­sjá. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önnur og mikilvægari mál ganga fyrir. Brettu upp ermarnar og taktu til við að leysa fyrirliggjandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önnur og mikilvægari mál ganga fyrir. Brettu upp ermarnar og taktu til við að leysa fyrirliggjandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir