Jens Stoltenberg keyrir leigubíl

„Í starfi mínu sem forsætisráðherra er mikilvægt að heyra hvað fólki finnst í alvöru. Og ef það er einhver staður þar sem fólk virkilega segir hug sinn, þá er það í leigubíl.“ Þetta segir Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í upphafi myndskeiðs sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag.

Forsætisráðherrann er virkur á samfélagsmiðlum en á föstudaginn var gekk hann skrefi lengra til að blanda geði við almenning og settist undir stýri á leigubíl sem ók um miðborg Óslóar.

Stoltenberg kynnti sig ekki að fyrra bragði fyrir farþegunum en meðfylgjandi upptöku, úr öryggismyndavél sem beint er í aftursætið, má sjá viðbrögð fólks þegar það veltir því fyrir sér hvort það geti virkilega verið að leigubílstjórinn sé svona líkur forsætisráðherranum:

Flestum virðist líka þetta uppátæki forsætisráðherrans vel og fær hann mikið hrós fyrir á Facebook síðu sinni.

„Ég er kannski ekki besti ökumaður í heimi, en það var gaman að prófa sig sem leigubílstjóri,“ segir Stoltenberg.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir