Svíakonungur segir betra að búa á Íslandi heldur en í Svíþjóð

Madeleine Svíaprinsessa gekk að eiga kaupsýslumanninn Christopher O´Neill í júní. …
Madeleine Svíaprinsessa gekk að eiga kaupsýslumanninn Christopher O´Neill í júní. Nú eiga þau von á sínu fyrsta barni. AFP

Karl Gústaf, konungur Svía, var léttur í bragði í viðtali við sænska ríkissjónvarpið þegar hann var spurður út í þær fréttir að dóttir hans, Madeleine prinsessa, ætti von á barni. Konungur ætlar að vera harðduglegur við bleiuskipti og þá segist hann eiga von á því að Madeleine flytji til Íslands, enda sé betra að búa þar heldur en í Svíþjóð.

Þetta sagði Karl Gústaf er hann var spurður hvort Madeleine myndi flytja aftur til Svíþjóðar, en hún hefur að undanförnu verið búsett í New York í Bandaríkjunum þar sem hún býr með bresk-bandaríska kaupsýslumanninum Christopher O'Neill.

Fréttir af fjölgun í sænsku konungsfjölskyldunni bárust í gær. Og af því tilefni var rætt við föður prinsessunnar sem segist vera kampakátur.

Hann segir að Madeleine líði mjög vel og að hún sé nú stödd í New York. 

Hann var þá spurður hvort hann myndi vera virkur í afahlutverkinu. Svarið lét ekki á sér standa: „Að sjálfsögðu.“

Hann bætti því við að hann myndi vera duglegur við að skipta um bleiur á krílinu. 

„Ég mun augljóslega vera mjög virkur. Ég mun loka búðinni og einbeita mér alfarið að þessu. Þar sem hún býr í New York þá mun ég ekki vera mikið í Svíþjóð næstu árin, svo mikið er víst. Þannig að það verður í góðu lagi,“ sagði Svíakonungur léttur í bragði. 

Í framhaldinu var hann spurður hvort Madeleine myndi flytja aftur til Svíþjóðar.

„Vissulega. En ég tel að hún flytji fremur til Íslands. Þar er betra að búa,“ sagði Karl Gústaf.

Silvía Svíadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur fagna fjölguninni.
Silvía Svíadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur fagna fjölguninni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar