Risaþotu lent á litlum flugvelli fyrir mistök

Flugvél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter.
Flugvél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter. Wikipedia

Vöruflutningavél af gerðinni Boeing 747 Dreamlifter var fyrir mistök lent á litlum flugvelli í Kansas. Flugvélin, sem er engin smásmíði, mun gera tilraun til að hefja sig aftur til flugs, en tekið skal fram að flugbrautin er í styttri kantinum.

Flugmaður vélarinnar átti að lenda vélinni á McConnel-herflugvellinum í Wichita en vegna mistaka lenti hann vélinni á Colonel James Jabara-herflugvellinum, sem er skammt frá.

Talsmenn flugvallarins segja að þrátt fyrir að flugbrautin sé mun styttri á Jabara-flugvellinum þá muni vélin takast á loft. Stefnt er að flugtaki kl. 18 að íslenskum tíma í dag.

Alla jafna þarf vélin 2.800 metra langa flugbraut til að takast á loft, þ.e. þegar hún er fullhlaðin. Brautin á Jabara er hins vegar aðeins 1.860 metra löng. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup