Yfirmaður dýragarðsins í Kaupmannahöfn, Bengt Holst, var yfirheyrður í á Channel 4 News vegna ákvörðunar forsvarsmanna dýragarðsins um að aflífa gíraffann Maríus og kryfja hann í viðurvist fjölda barna.
Holst segir börnin sem voru viðstödd krufninguna hafi verið mjög áhugasöm um krufninguna, og bendir á að það sé gangur náttúrunnar að kjötætur éti önnur dýr, en myndir af ljónum í dýragarðinum að éta hræið af gíraffanum vakti mikið umtal.