FL Group/Stoðir skulduðu Sjóði 9 hjá Glitni 18,4 milljarða króna í lok júní síðastliðins samkvæmt árshlutareikningi sjóða bankans. FL Group/Stoðir skulduðu einnig Sjóði 9.1, evrusjóði bankans, um 1,5 milljarða króna á sama tíma og Sjóði 1 4,6 milljarða króna.
FL Group/Stoðir skulduðu Sjóði 9 hjá Glitni 18,4 milljarða króna í lok júní síðastliðins samkvæmt árshlutareikningi sjóða bankans. FL Group/Stoðir skulduðu einnig Sjóði 9.1, evrusjóði bankans, um 1,5 milljarða króna á sama tíma og Sjóði 1 4,6 milljarða króna.
FL Group/Stoðir skulduðu Sjóði 9 hjá Glitni 18,4 milljarða króna í lok júní síðastliðins samkvæmt árshlutareikningi sjóða bankans. FL Group/Stoðir skulduðu einnig Sjóði 9.1, evrusjóði bankans, um 1,5 milljarða króna á sama tíma og Sjóði 1 4,6 milljarða króna.
Lokað var fyrir viðskipti þessara þriggja sjóða á mánudag en opnað fyrir þau á ný í gær. Í tilkynningu um opnun sjóðanna kom fram að í sjóðunum væru ekki lengur nein skuldabréf FL Group/Stoða og að við endurmat á Sjóði 9 liggi fyrir að gengi sjóðsins hafi lækkað um sjö prósent. Þar kom hins vegar ekkert fram um hverjir hefðu keypt skuldabréf FL Group/Stoða né hvernig samsetning sjóðanna væri eftir þessar sviptingar. Um átján þúsund sjóðsfélagar eru í þessum sjóðum.
Síðustu opinberu upplýsingarnar sem liggja fyrir um stöðu sjóða Glitnis er að finna í árshlutareikningi bankans frá 30. júní síðastliðnum. Þar kemur fram að heildarverðmæti fjárfestinga í Sjóði 9, peningamarkaðssjóði Glitnis, hafi verið tæplega 111 milljarðar króna. Mestar voru skuldir Straums Burðaráss upp á rúma 22 milljarða króna, eða 20 prósent af hreinni eign sjóðsins.
Meðal annarra skuldabréfa sem lágu þá í sjóðnum voru skuldabréf upp á tæpa tólf milljarða frá Baugi Group. Stærstu eigendur FL Group/Stoða eru einnig eigendur Baugs Group og FL Group/Stoðir átti um þriðjungshlut í Glitni fyrir yfirtöku ríkisvaldsins á 75 prósenta hlut í bankanum fyrr í vikunni.
Gengi allra sjóðanna þriggja lækkaði þegar þeir voru opnaðir á ný. Sjóður 9 um 6,92 prósent, Sjóður 9.1 um 6,52 prósent og Sjóður 1 um 3,05 prósent.