Innlausnum í Glitni Sjóðum frestað

Sjóður 9 | 8. október 2008

Innlausnum í Glitni Sjóðum frestað

 Glitnir hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Glitnir Sjóðir hf. komist ekki hjá því að fresta innlausnum í sjóðum sem innihalda fjármálagerninga þar sem enn sé í gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 06.10.2008 um tímabundna stöðvun viðskipta með alla fjármálagerninga sem útgefnir eru af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Exista hf., Straumi fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.

Innlausnum í Glitni Sjóðum frestað

Sjóður 9 | 8. október 2008

 Glitnir hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Glitnir Sjóðir hf. komist ekki hjá því að fresta innlausnum í sjóðum sem innihalda fjármálagerninga þar sem enn sé í gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 06.10.2008 um tímabundna stöðvun viðskipta með alla fjármálagerninga sem útgefnir eru af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Exista hf., Straumi fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.

 Glitnir hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Glitnir Sjóðir hf. komist ekki hjá því að fresta innlausnum í sjóðum sem innihalda fjármálagerninga þar sem enn sé í gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 06.10.2008 um tímabundna stöðvun viðskipta með alla fjármálagerninga sem útgefnir eru af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Exista hf., Straumi fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.

Af því leiðir að Glitnir Sjóðir hf. komist ekki hjá því að fresta innlausnum í eftirfarandi sjóðum sem þeir innihaldi fjármálagerninga:

Sjóður 1 - skuldabréf

Sjóður 10 - úrval innl. hlbr.

Sjóður 11 - fyrirtækjabréf

Sjóður 6 - aðallistinn

Sjóður 9 - peningamarkaðsbréf

Áfram verður tekið við pöntunum viðskiptavina, en þær verða ekki afgreiddar fyrr en Fjármálaeftirlitið ákveður að viðskipti hefjist að nýju með fjármálagerninga félaganna.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins byggir á því mati að jafnræði fjárfesta verði ekki tryggt með öðrum hætti.

mbl.is