Ráðherrar studdu uppkaup bréfa

Sjóður 9 | 8. janúar 2009

Ráðherrar studdu uppkaup bréfa

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra studdu tillögu um uppkaup á bréfum Stoða, áður FL Group, úr tveimur sjóðum Glitnis, Sjóði 1 og Sjóði 9, í lok september síðastliðins.

Ráðherrar studdu uppkaup bréfa

Sjóður 9 | 8. janúar 2009

BOB STRONG

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra studdu tillögu um uppkaup á bréfum Stoða, áður FL Group, úr tveimur sjóðum Glitnis, Sjóði 1 og Sjóði 9, í lok september síðastliðins.

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra studdu tillögu um uppkaup á bréfum Stoða, áður FL Group, úr tveimur sjóðum Glitnis, Sjóði 1 og Sjóði 9, í lok september síðastliðins.

Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Glitnis frá 30. september sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Orðrétt segir að „Lárus [Welding, fyrrv. forstjóri Glitnis] mælti sterklega með því að þetta [uppkaup bréfa Stoða] yrði samþykkt og minntist á að þessi lausn væri studd af bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra.“

Geir H. Haarde segir að hann hafi hvorki gefið fyrirmæli né tilmæli í þessu máli. „Hið rétta er að málið var kynnt forsætisráðherra og fjármálaráðherra af hálfu stjórnenda Glitnis. Ráðherrarnir gerðu ekki athugasemdir við fyrirætlanir bankans að þessu leyti enda var af hálfu hans lögð áhersla á að um væri að ræða ákvörðun sem byggðist á viðskiptalegum forsendum varðandi framtíðarrekstur sjóðanna og mikilvægi þeirra fyrir starfsemi bankans. Hafa verður í huga að á þessum tíma var gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi eignast 75 prósent af hlutafé Glitnis og að starfsemi hans og annarra banka myndi halda áfram í lítt breyttri mynd,“ segir Geir í svari sem barst í tölvupósti.

Árni Mathiesen hafnaði því algjörlega í nóvember síðastliðnum að tilmælum um uppkaup á bréfunum hefði verið beint til stjórnar Glitnis.

mbl.is