Stjórnendur Baugs í nýjum rekstri

Stjórnendur Baugs í nýjum rekstri

Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram hjá fyrirtækjaskráningu í Bretlandi kemur fram að félagið Tecamol hafi verið stofnað þann 25. febrúar sl. Kemur fram á vef Retail Week að talið sé að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, komi að fyrirtækinu.

Stjórnendur Baugs í nýjum rekstri

Baugur í greiðslustöðvun | 13. mars 2009

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs mbl.is/

Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram hjá fyrirtækjaskráningu í Bretlandi kemur fram að félagið Tecamol hafi verið stofnað þann 25. febrúar sl. Kemur fram á vef Retail Week að talið sé að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, komi að fyrirtækinu.

Stjórnendur hjá Baugi, þeir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, og Don McCarthy, stjórnarmaður í Aurum skartgripakeðjunni og verslunarkeðjunni House of Fraser, hafa stofnað félag saman í Bretlandi. Er félaginu ætlað að leita tækifæra í smásölu, að því er fram kemur á vef Retail Week.

Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram hjá fyrirtækjaskráningu í Bretlandi kemur fram að félagið Tecamol hafi verið stofnað þann 25. febrúar sl. Kemur fram á vef Retail Week að talið sé að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, komi að fyrirtækinu.

McCarthy segir í viðtali við Retail Week að fyrirtækið væri ráðgjafarfyrirtæki í smásölu sem gæti einnig keypt eignir og komið að endurskipulagningu rekstrar.

McCarthy hafnar því að þeir þremenningarnir hafi brennt sig á falli Baugs í Bretlandi og sagði að þeir leituðu nýrra tækifæra. „Við viljum halda áfram." „Við munu fylgjast með markaðnum og bíða. Þetta snýst um að hafa rétta reynda fólkið á staðnum til að grípa tækifærið."

Samkvæmt Retail Week liggur ekki fyrir hvernig þeir ætla að fjármagna kaup á eignum né hvort þeir ætli sér að yfirtaka eitthvað af eignum Baugs sem nú eru í höndum bankanna.

Frétt Retail Week

mbl.is