Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug

Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug

„Einnig skal áréttað að áður en Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði Erlend Gíslason sem skiptastjóra var farið mjög nákvæmlega yfir þau verkefni sem LOGOS hefur unnið að á undanförnum árum og tengjast Baugi á einhvern hátt. Niðurstaða dómsins eftir þá skoðun var að stofan teldist hæf til verksins. Erlendur Gíslason kom hvergi að þeim verkum.

Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug

Baugur í greiðslustöðvun | 16. mars 2009

Erlendur Gíslason
Erlendur Gíslason

„Einnig skal áréttað að áður en Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði Erlend Gíslason sem skiptastjóra var farið mjög nákvæmlega yfir þau verkefni sem LOGOS hefur unnið að á undanförnum árum og tengjast Baugi á einhvern hátt. Niðurstaða dómsins eftir þá skoðun var að stofan teldist hæf til verksins. Erlendur Gíslason kom hvergi að þeim verkum.

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um hæfi Logos lögmannsþjónustu til að skipta þrotabúi Baugs hefur Logos sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að „rangt er að Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdastjóri LOGOS hafi sagt að lögmannsstofan hafi aldrei unnið fyrir Baug. Hið rétta er að Gunnar sagði við visir.is að stofan hefði „ekki starfað sem lögmenn fyrir Baug“ og við þá yfirlýsingu er staðið að fullu.

„Einnig skal áréttað að áður en Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði Erlend Gíslason sem skiptastjóra var farið mjög nákvæmlega yfir þau verkefni sem LOGOS hefur unnið að á undanförnum árum og tengjast Baugi á einhvern hátt. Niðurstaða dómsins eftir þá skoðun var að stofan teldist hæf til verksins. Erlendur Gíslason kom hvergi að þeim verkum.

Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að stofan var með til skoðunar eitt afmarkað skaðabótamál fyrir Baug á árinu 2005 og var Héraðsdómi Reykjavíkur að sjálfsögðu gerð grein fyrir því. Önnur verkefni sem stofan hefur unnið að og Baugur tengist með óbeinum hætti voru fá og er öllum lokið. Um þau var Héraðsdómi einnig kunnugt er hann tók ákvörðun sína um skipun á skiptastjóra," að því er segir í yfirlýsingu frá Logos.

mbl.is