Samdráttur hjá Debenhams

Samdráttur hjá Debenhams

Forsvarsmenn bresku stórverslunarinnar Debenhams, gerðu lítið til að gleðja þá sem fylgjast með smásöluverslun í Bretlandi en sala Debenhams dróst saman um 3,6% á 26 vikna tímabili sem lauk í lok febrúar. Um er að ræða sölu í verslunum sem einnig voru starfræktar á sama tímabili í fyrra.

Samdráttur hjá Debenhams

Baugur í greiðslustöðvun | 17. mars 2009

Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum
Debenhams á Oxford stræti í Lundúnum Reuters

Forsvarsmenn bresku stórverslunarinnar Debenhams, gerðu lítið til að gleðja þá sem fylgjast með smásöluverslun í Bretlandi en sala Debenhams dróst saman um 3,6% á 26 vikna tímabili sem lauk í lok febrúar. Um er að ræða sölu í verslunum sem einnig voru starfræktar á sama tímabili í fyrra.

Forsvarsmenn bresku stórverslunarinnar Debenhams, gerðu lítið til að gleðja þá sem fylgjast með smásöluverslun í Bretlandi en sala Debenhams dróst saman um 3,6% á 26 vikna tímabili sem lauk í lok febrúar. Um er að ræða sölu í verslunum sem einnig voru starfræktar á sama tímabili í fyrra.

Á vef Times kemur fram að forsvarsmenn Debenhams segja að aðstæður verði áfram erfiðar í breskri tískuvöruverslun.

Áætlað er að hagnaður Debenhams fyrir skatta nemi 92 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins. Skýrist hagnaðurinn einkum af aukinni sölu á eigin vörumerkjum Debenhams.

Hefur yfirtekið hluta eigna Principles

Samkvæmt heimildum Times eru hluthafar Debenhams, þar á meðal fjárfestingafélögin TPG og CVC, í viðræðum við banka félagsins um að þeir afskrifi hluta skulda Debenhams í stað þess að hluthafar setji aukið  fé inn í reksturinn.

Debenhams yfirtók fyrr í mánuðinum hlutabréf og innréttingar í verslunum Principles sem áður var hluti af Mosaic Fashions keðjunni sem Baugur Group átti 49% hlut í. Jafnframt fékk Debenhams réttinn til að selja vörumerki Principles.

mbl.is