Virði bréfa úr Sjóði 9 lækkar

Sjóður 9 | 2. apríl 2009

Virði bréfa úr Sjóði 9 lækkar

Íslandsbanki hefur þegar tekið niður virði þeirra verðbréfa sem bankinn keypti úr peningamarkaðssjóði bankans, Sjóði 9, í desember síðastliðnum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn keypti þau bréf sem eftir voru á 70 prósent af markaðsvirði safnsins líkt og það var fyrir bankahrun. Kaupin voru framkvæmd af Íslandsbanka, ekki gamla Glitni, og því ber sá ríkisbanki tapið vegna þeirra. Enn á eftir að tilkynna hversu mikið fé ríkissjóður mun leggja nýju bönkunum þremur til.

Virði bréfa úr Sjóði 9 lækkar

Sjóður 9 | 2. apríl 2009

Íslandsbanki keypti bréfin út úr sjóðnum á 70 prósent af …
Íslandsbanki keypti bréfin út úr sjóðnum á 70 prósent af markaðsvirði. mbl.is/Golli

Íslandsbanki hefur þegar tekið niður virði þeirra verðbréfa sem bankinn keypti úr peningamarkaðssjóði bankans, Sjóði 9, í desember síðastliðnum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn keypti þau bréf sem eftir voru á 70 prósent af markaðsvirði safnsins líkt og það var fyrir bankahrun. Kaupin voru framkvæmd af Íslandsbanka, ekki gamla Glitni, og því ber sá ríkisbanki tapið vegna þeirra. Enn á eftir að tilkynna hversu mikið fé ríkissjóður mun leggja nýju bönkunum þremur til.

Íslandsbanki hefur þegar tekið niður virði þeirra verðbréfa sem bankinn keypti úr peningamarkaðssjóði bankans, Sjóði 9, í desember síðastliðnum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn keypti þau bréf sem eftir voru á 70 prósent af markaðsvirði safnsins líkt og það var fyrir bankahrun. Kaupin voru framkvæmd af Íslandsbanka, ekki gamla Glitni, og því ber sá ríkisbanki tapið vegna þeirra. Enn á eftir að tilkynna hversu mikið fé ríkissjóður mun leggja nýju bönkunum þremur til.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir það liggja fyrir að virði bréfanna hafi rýrnað síðan þá. „Það er alveg ljóst að þróun efnahagslífsins hefur verið til hins verra síðan þetta var og við stjórnendur bankans reiknum því með að taka verðið eitthvað niður. Við vitum þó ekki hversu mikið það verður enda margt enn óljóst í þessu."

Voru keypt út á þrettán milljarða króna

Uppreiknað markaðsvirði sjóðsins var um 18,5 milljarðar króna þegar bréfin voru keypt út og því greiddi Íslandsbanki um þrettán milljarða króna fyrir. Engin skuldabréf frá bankanum sjálfum voru þá í sjóðnum og ekki hafa fengist upplýsingar um samsetningu þeirra bréfa sem í honum voru. Hrein eign sjóðs 9 þann 1. október 2008, fimm dögum fyrir neyðarlagasetningu, var 105 milljarðar króna. Hann rýrnaði hins vegar mikið síðustu daganna fyrir fall Glitnis, fyrirrennara Íslandsbanka, því mikið var um innlausnir á síðustu dögum.

Tap vegna skuldabréfa FL Group lendir á kröfuhöfum

Sjóður 9 var fyrsti peningamarkaðssjóðurinn sem lokað var eftir að fór að hrikta í stoðum íslensks bankakerfis. Þegar hann var opnaður aftur í vikunni fyrir neyðarlagasetningu var búið að kaupa út öll bréf FL Group/Stoða, sem var stærsti eigandi Glitnis/Íslandsbanka fyrir fall. Virði bréfanna sem keypt voru út var um 22 milljarðar króna en þau voru á endingu keypt út á 11,9 milljarða króna. FL Group/Stoðir eru sem stendur í greiðslustöðvun og ljóst að litlar endurheimtur verða fyrir þá sem áttu skuldabréf í félaginu. Uppkaupin áttu sér stað fyrir neyðarlagasetningu og fóru því yfir til gamla Glitnis við uppskiptingu bankans. Erlendir kröfuhafar bankans munu því bera það tap sem verður af þeim uppkaupum.

mbl.is