Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum með stuðningi Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen í lok september síðastliðins, eru að mestu töpuð.
Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum með stuðningi Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen í lok september síðastliðins, eru að mestu töpuð.
Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum með stuðningi Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen í lok september síðastliðins, eru að mestu töpuð.
Bréfin voru á sínum tíma keypt fyrir 11,9 milljarða króna en samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum sem Stoðir/FL Group hafa lagt fram munu þeir sem eiga óveðtryggða kröfu á félagið fá eina milljón króna greidda upp í kröfuna og fimm prósent af afgangi hennar breytt í almenn hlutabréf í félaginu. Það þýðir að 95 prósent af kröfunni, mínus ein milljón króna, eru að öllum líkindum töpuð. Tapið mun lenda á skilanefnd Glitnis, og þar með erlendum kröfuhöfum bankans.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, staðfestir að skuldabréfin muni breytast í almennar kröfur. „Endurgjaldið miðast þá við nauðasamningafrumvarpið sem þýðir í raun að fimm prósent af kröfunum koma til baka. Það sem er eftir er einhver vonarpeningur sem ræðst á því að það gangi mjög vel að selja eignir félagsins.“
Stoðir/FL Group gáfu alls út skuldabréf að andvirði 65 milljarða króna. Um 75 prósent allra skuldabréfa félagsins eru án veða og fá endurgjald miðað við nauðungarsamningana, eða fimm prósent af kröfu sinni. Mikið af þessum bréfum rataði inn í peningamarkaðssjóði íslenskra fjármálafyrirtækja.
Þar af var þriðjungur allra útgefina skuldabréfa Stoða/FL Group í sjóðum Glitnis, en félagið var langstærsti einstaki eigandi Glitnis þegar bankinn féll.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.