Skiptastjórar Baugs Group rannsaka nú flutning eigna úr búi félagsins yfir á nafn stjórnarformanns félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar síðustu mánuðina áður en félagið fór í gjaldþrotameðferð, samkvæmt frétt í breska blaðinu Telegraph í dag. Þar kemur fram að um eignir í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku sé að ræða.
Skiptastjórar Baugs Group rannsaka nú flutning eigna úr búi félagsins yfir á nafn stjórnarformanns félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar síðustu mánuðina áður en félagið fór í gjaldþrotameðferð, samkvæmt frétt í breska blaðinu Telegraph í dag. Þar kemur fram að um eignir í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku sé að ræða.
Skiptastjórar Baugs Group rannsaka nú flutning eigna úr búi félagsins yfir á nafn stjórnarformanns félagsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar síðustu mánuðina áður en félagið fór í gjaldþrotameðferð, samkvæmt frétt í breska blaðinu Telegraph í dag. Þar kemur fram að um eignir í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku sé að ræða.
Baugur, sem meðal annars á stóra hluti í breskum verslunarfyrirtækjum, svo sem House of Fraser og Hamleys, flutti skíðaskála í Frakklandi, tvær fasteignir í Lundúnum og fasteign í Danmörku yfir á nafn Gaums, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs síðastliðið haust.
Telegraph hefur eftir Erlendi Gíslasyni, lögmanni hjá Logos, sem er annar skiptastjóra þrotabús Baugs, að hann rannsaki nú flutning eigna milli Baugs og tengdra félaga, þar á meðal Gaums síðustu sex mánuðina fyrir fall félagsins.
Segir Erlendur að allur flutningur milli þessara félaga sé nú til skoðunar og sú rannsókn standi enn yfir. Þetta snúist ekki um verð eignanna heldur um hvort heimilt hafi verið að flytja eignarhaldið yfir á aðra.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, neitar því í samtali við Telegraph að eitthvað óeðlilegt sé að baki tilfærslu eigna. Segir hann að Gaumur hafi lánað Baugi fé og rannsókn skiptastjóra snúi að öllum viðskiptum félagsins mánuðina fyrir fall Baugs.
Jón Ásgeir hefur sagt að hann sé eins og hver annar lánadrottinn Baugs og að Gaumur eigi milljónir króna inni hjá Baugi. Skiptastjórar Baugs staðfesta í samtali við Telegraph að Jón Ásgeir hafi ekki gert kröfu í bú Baugs en frestur til þess að leggja fram kröfur í búið rennur ekki út fyrr en í ágústmánuði.
Í frétt Telegraph er einnig fjallað um myndskeið sem sett hafa verið inn á YouTube í tengslum við viðskipti Jóns Ásgeirs og tengdra félaga, svo sem FL Group, Glitni og fleiri félaga. Kemur fram í fréttinni að fjöldi fólks hafi horft á myndskeiðin og að heimsóknirnar séu komnar yfir tvö hundruð þúsund.