Ekki leitað hjá Tryggva Þór

Húsleit hjá Sjóvá ofl | 7. júlí 2009

Ekki leitað hjá Tryggva Þór

Fulltrúar embættis sérstaks saksóknara sóttu gögn í höfuðstöðvar Askar Capital í dag, en Askar var í eigu Milestone þar til fyrir skemmstu. Milestone og Sjóvá eru til rannsóknar hjá embættinu vegna grunsamlegra fjárfestinga sem fóru fram undir hatti Sjóvár.

Ekki leitað hjá Tryggva Þór

Húsleit hjá Sjóvá ofl | 7. júlí 2009

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Valdís Þórðardóttir

Fulltrúar embættis sérstaks saksóknara sóttu gögn í höfuðstöðvar Askar Capital í dag, en Askar var í eigu Milestone þar til fyrir skemmstu. Milestone og Sjóvá eru til rannsóknar hjá embættinu vegna grunsamlegra fjárfestinga sem fóru fram undir hatti Sjóvár.

Fulltrúar embættis sérstaks saksóknara sóttu gögn í höfuðstöðvar Askar Capital í dag, en Askar var í eigu Milestone þar til fyrir skemmstu. Milestone og Sjóvá eru til rannsóknar hjá embættinu vegna grunsamlegra fjárfestinga sem fóru fram undir hatti Sjóvár.

Ekki var leitað hjá alþingismanninum Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum forstjóra Askar Capital. Tryggvi staðfesti það í samtali við vefmiðil Morgunblaðsins fyrir skemmstu.

„Hingað komu fyrir hádegi nokkrir menn að leita að gögnum er tengjast ýmsum fjárfestingum Sjóvár,“ sagði Benedikt Árnason, forstjóri Askar Capital, við Fréttavef Morgunblaðsins. Gestirnir eru enn að störfum í húsnæði Askar.

mbl.is