Veð upp á rúma 1,2 milljarða króna hvíla nú á Alþýðuhúsinu gamla við Hverfisgötu 8-10, en 101 Hótel er þar til húsa. Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð, sem jafngildir 910 milljónum króna.
Veð upp á rúma 1,2 milljarða króna hvíla nú á Alþýðuhúsinu gamla við Hverfisgötu 8-10, en 101 Hótel er þar til húsa. Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð, sem jafngildir 910 milljónum króna.
Veð upp á rúma 1,2 milljarða króna hvíla nú á Alþýðuhúsinu gamla við Hverfisgötu 8-10, en 101 Hótel er þar til húsa. Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð, sem jafngildir 910 milljónum króna.
Um er að ræða tryggingabréf sem gefið var út 30. júní sl. af eigendum hótelsins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur, eiginkonu hans. Tilurð tryggingabréfsins má rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxusíbúðir sínar í New York í óþökk skilanefndarinnar, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin á þeim árið 2007.
Veðtryggingin vegna 101 Hótels er aðeins ein aðgerð af mörgum sem skilanefnd Landsbankans hefur gripið til með það fyrir augum að tryggja hagsmuni sína gagnvart Jóni Ásgeiri. Fasteignin sem hýsir 101 Hótel er yfirveðsett í dag, en um er að ræða sögufrægt hús sem byggt var í sjálfboðavinnu af verkafólki árið 1935 og hýsti lengi vel starfsemi Alþýðuflokksins.
Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.