Þetta kemur fram í lánabók Kaupþings sem finna má á vefnum wikileaks.org. 1998 ehf. var þannig stofnað til að kaupa Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, Útilífs og fleiri verslana, fyrir 30 milljarða króna. Yfirtökuféð sem Kaupþing veitti 1998 ehf. var síðan notað til að greiða niður skuld að mestu leyti við bankann sjálfan, þ.e. 25 milljarða króna skuld við Kaupþing og fimm milljarða króna skuld við Glitni.
Þetta kemur fram í lánabók Kaupþings sem finna má á vefnum wikileaks.org. 1998 ehf. var þannig stofnað til að kaupa Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, Útilífs og fleiri verslana, fyrir 30 milljarða króna. Yfirtökuféð sem Kaupþing veitti 1998 ehf. var síðan notað til að greiða niður skuld að mestu leyti við bankann sjálfan, þ.e. 25 milljarða króna skuld við Kaupþing og fimm milljarða króna skuld við Glitni.
Útistandandi skuldir Gaums Group við Kaupþing nema tæplega hálfum milljarða evra. Þar af er stærst 263,5 milljóna evra lán til dótturfélags Gaums, 1998 ehf. Kaupþing veitti 1998 ehf. lánið fyrir kaupum á 95,7% hlut í Högum og 35% í Baugi Group.
Þetta kemur fram í lánabók Kaupþings sem finna má á vefnum wikileaks.org. 1998 ehf. var þannig stofnað til að kaupa Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, Útilífs og fleiri verslana, fyrir 30 milljarða króna. Yfirtökuféð sem Kaupþing veitti 1998 ehf. var síðan notað til að greiða niður skuld að mestu leyti við bankann sjálfan, þ.e. 25 milljarða króna skuld við Kaupþing og fimm milljarða króna skuld við Glitni.
Í lánabókinni er greint frá áhættuþáttum í tengslum við eignarhaldsfélagið, 1998 ehf., en þar segir að aðaláhættan sé af rekstrarframmistöðu dótturfélagsins Haga í ljósi efnahagsástandsins á Íslandi. Þó er tekið fram að lágvöruverðsverslanir á borð við Bónus séu þrautseigar í slíku árferði.
Lánalisti Kaupþings frá 25. september síðastliðnum sem lak á wikileaks.org greinir frá lánum sem eru virði 45 milljóna evra eða meira. Þar er einnig greint frá lánastöðum Exista, Kjalars og Robert Tchenguiz, svo dæmi séu nefnd. Stöður lánanna og áhættumat vegna þeirra eru mjög mismunandi, enda er um talsverðan fjölda lántaka að ræða.
Fjallað hefur verið um málið í innlendum og erlendum fjölmiðlum, svo sem norsku vefjunum e24 og Dagens Næringsliv.