FME gerir ekki athugasemd við ráðningu

Bankakreppa | 11. ágúst 2009

FME gerir ekki athugasemd við ráðningu

Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við ráðningu Ársæls Hafsteinssonar og Sigurjóns Geirssonar sem ráðgjafa skilanefndar Landsbankans. Að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME, geta skilanefndir bankanna ráðið þá til starfa sem þær vilja á eigin ábyrgð.

FME gerir ekki athugasemd við ráðningu

Bankakreppa | 11. ágúst 2009

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við ráðningu Ársæls Hafsteinssonar og Sigurjóns Geirssonar sem ráðgjafa skilanefndar Landsbankans. Að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME, geta skilanefndir bankanna ráðið þá til starfa sem þær vilja á eigin ábyrgð.

Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við ráðningu Ársæls Hafsteinssonar og Sigurjóns Geirssonar sem ráðgjafa skilanefndar Landsbankans. Að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME, geta skilanefndir bankanna ráðið þá til starfa sem þær vilja á eigin ábyrgð.

Ársæll Hafsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Landsbankans, og Sigurjón Geirsson sem var yfir innri endurskoðun Landsbankans, hafa verið ráðnir sem ráðgjafar skilanefndar Landsbankans en Fjármálaeftirlitið vék þeim nýverið úr skilanefndinni frá og með 14. ágúst þar sem störfum skilanefndarinnar væri að ljúka.

„Okkar afstaða hefur verið sú að skilanefndunum hefur verið heimilt að ráða hvaða starfsmenn sem þær vilja sem óbreytta starfsmenn á eigin ábyrgð. Þannig að ef þeir telja að það séu einhver verkefni sem þeir geta nýst í þessir menn þá verða þeir að beita eigin dómgreind við það. Við gerum enga athugasemd við það," segir Gunnar í samtali við mbl.is.

Gunnar segir að FME hafi óskað eftir því að þeir létu af störfum frá og með 14. ágúst nk. þar sem samningsviðræðum eigi að ljúka þá. „Þá töldum við að ekki væri lengur þörf á þeirra sérkunnáttu og þekkingu á þessum málum. Þess vegna óskuðum við eftir því að þeir létu af störfum. En ef skilanefndin lítur svo á að það séu einhver óunnin verkefni af öðru tagi sem þarf að sinna. Þá mega þeir taka þá ákvörðun á eigin ábyrgð líkt og gildir um alla starfsmenn þeirra," segir Gunnar og bætir við að Fjármálaeftirlitið geri enga athugasemd við það.

Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu frá 20. júlí sl. kemur fram að verulegur árangur hefur náðst í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans.

„Samsetning kröfuhafahóps hans er töluvert frábrugðin því sem er í hinum bönkunum vegna vægis opinberra aðila. Því eru forsendur aðrar í þeim viðræðum.

Samið hefur verið um hvernig framhaldi viðræðna verður háttað; að greiðsla fyrir þær eignir sem færðar voru á milli bankanna verði innt af hendi eigi síðar en 31. júlí, og að endurfjármögnun bankans fari fram 14. ágúst. 

Líkur eru á því að ríkissjóður leggi Nýja Landsbankanum til 140 milljarða króna. Bankinn verður áfram í eigu ríkisins," samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Tilkynningin í heild

mbl.is