Illum og Magasin til Straums

Stoðir | 11. ágúst 2009

Straumur að yfirtaka fasteignir Illum og Magasin

Straumur fjárfestingabanki mun væntanlega yfirtaka fasteignir dönsku verslananna Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre. Virði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna, tæpir 97 milljarðar íslenskra króna.

Straumur að yfirtaka fasteignir Illum og Magasin

Stoðir | 11. ágúst 2009

Straumur fjárfestingabanki mun væntanlega yfirtaka fasteignir dönsku verslananna Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre. Virði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna, tæpir 97 milljarðar íslenskra króna.

Straumur fjárfestingabanki mun væntanlega yfirtaka fasteignir dönsku verslananna Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre. Virði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna, tæpir 97 milljarðar íslenskra króna.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Straums, Oscar Chron, segir í samtali við  danska viðskiptablaðið Børsen að yfirtakan sé gerð í félagi við annað félag án þess þó að nefna hver viðskiptafélaginn sé.

Enn á eftir að ganga frá flutningi skulda  og skuldbindinga milli banka, samkvæmt heimildum Børsen. Á Straumur í viðræðum við þýska bankann Aareal Bank,  Heleba Trust, og danska fjármálafyrirtækið Nykredit Realkredit um skuldirnar og skuldbindingarnar.

Landic Property átti fasteignirnar sem um ræðir en félagið seldi dönsk og sænsk dótturfélög sín skömmu áður en félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í apríl. Kaupandinn var fjárfestingafélagið Trackside Holding, en eigendur þess eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignum í Evrópu.

mbl.is