Landic selur fasteignir

Stoðir | 13. ágúst 2009

Landic selur fasteignir

Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur selt Magasin og Illum fasteignirnar til hóps fjárfesta þar á meðal Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Fasteignasafnið samanstendur af sex fasteignum í Danmörku en fimm þeirra hýsa verslanir Magasin og Illum auk vöruhúss. Samkomulag er á milli aðila að gefa ekki upp kaupverðið.

Landic selur fasteignir

Stoðir | 13. ágúst 2009

Magasin du Nord við Kongens Nytorv.
Magasin du Nord við Kongens Nytorv. mbl.is/Ómar

Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur selt Magasin og Illum fasteignirnar til hóps fjárfesta þar á meðal Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Fasteignasafnið samanstendur af sex fasteignum í Danmörku en fimm þeirra hýsa verslanir Magasin og Illum auk vöruhúss. Samkomulag er á milli aðila að gefa ekki upp kaupverðið.

Fasteignafélagið Landic Property hf. hefur selt Magasin og Illum fasteignirnar til hóps fjárfesta þar á meðal Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Fasteignasafnið samanstendur af sex fasteignum í Danmörku en fimm þeirra hýsa verslanir Magasin og Illum auk vöruhúss. Samkomulag er á milli aðila að gefa ekki upp kaupverðið.

Í frétt  danska viðskiptablaðið Børsen fyrir nokkrum dögum síðan þar sem greint var frá sölu fasteignanna kom fram að virði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna, tæpir 97 milljarðar íslenskra króna.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property segir í fréttatilkynningu: „Ég er ánægður með að okkur hefur tekist að ljúka þessari sölu en með nýju eignarhaldi fasteignanna verða þær og rekstur verslana á sömu hendi. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi.”

mbl.is