Athuga viðskipti eigenda

Bankakreppa | 15. ágúst 2009

Athuga viðskipti eigenda

Fyrir liggur að Landsbankinn, sem lögum samkvæmt mátti ekki eiga meira en 5% í sjálfum sér á hverjum tímapunkti, seldi eignarhaldsfélaginu Imon ehf. hlutabréf í sjálfum sér fyrir á fimmta milljarð króna föstudaginn 3. október. Kaupin voru fjármögnuð af Landsbankanum og einu veðtryggingarnar voru bréfin sjálf.

Athuga viðskipti eigenda

Bankakreppa | 15. ágúst 2009

Sverrir Vilhelmsson

Fyrir liggur að Landsbankinn, sem lögum samkvæmt mátti ekki eiga meira en 5% í sjálfum sér á hverjum tímapunkti, seldi eignarhaldsfélaginu Imon ehf. hlutabréf í sjálfum sér fyrir á fimmta milljarð króna föstudaginn 3. október. Kaupin voru fjármögnuð af Landsbankanum og einu veðtryggingarnar voru bréfin sjálf.

Embætti sérstaks saksóknara kannar nú hvort stórir hluthafar í Landsbankanum hafi losað stöður sínar í bankanum föstudaginn 3. október, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Í tengslum við rannsóknina hafa þó engin gögn komið fram sem gefa það skýrt til kynna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Fyrir liggur að Landsbankinn, sem lögum samkvæmt mátti ekki eiga meira en 5% í sjálfum sér á hverjum tímapunkti, seldi eignarhaldsfélaginu Imon ehf. hlutabréf í sjálfum sér fyrir á fimmta milljarð króna föstudaginn 3. október. Kaupin voru fjármögnuð af Landsbankanum og einu veðtryggingarnar voru bréfin sjálf.

Magnús Ármann, kaupsýslumaður og eigandi Imon ehf., hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Grunur leikur á að um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða, en sýndarviðskipti falla undir slíkt.

mbl.is