Um var að ræða lokagreiðslu til Ingunnar Wernersdóttur eftir að hún seldi bræðrunum hlut sinn í Milestone samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Um var að ræða lokagreiðslu til Ingunnar Wernersdóttur eftir að hún seldi bræðrunum hlut sinn í Milestone samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu systur sinni 2,5 milljarða króna árið 2007 með peningum frá Milestone samkvæmt úttekt Ernst & Young á félaginu.
Um var að ræða lokagreiðslu til Ingunnar Wernersdóttur eftir að hún seldi bræðrunum hlut sinn í Milestone samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Jóhannes A. Sævarsson, hæstaréttarlögmaður og umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum Milestone, fékk endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young til að gera úttekt á samningum og viðskiptum Milestone 22. júní 2007 til 22. júní 2009. Áttu kröfuhafar meðal annars að meta hvort einhverjar ráðstafanir félagsins væru hugsanlega riftanlegar.
Í úttektinni er bent á að Milestone greiddi Ingunni Wernersdóttur þessa 2,5 milljarða króna árið 2007. Þessi upphæð var færð sem skuld Milestone ltd. við Milestone. Milestone ltd. er félag í eigu Karls og Steingríms. Samkvæmt þessu fengu bræðurnir peninga frá Milestone til að greiða fyrir hlut systur sinnar í félaginu.
Milestone ltd. virðist ekki bara hafa fengið peninga frá Milestone til að greiða Ingunni 2,5 milljarða. Í úttektinni kemur fram að samkvæmt lánardrottnareikningi skuldi Milestone ltd. til Milestone 6,1 milljarð króna 22. júní 2009.Karl Wernersson kaus að svara ekki spurningum um þetta mál.