Réttaróvissa um veð Nýja Kaupþings

Baugur í greiðslustöðvun | 16. september 2009

Réttaróvissa um veð Nýja Kaupþings

Lögfræðingum, sem rætt hefur verið við, ber ekki saman um hvaða áhrif möguleg riftun hafi á réttarstöðu Nýja Kaupþings, sem á fyrsta veðrétt í hlut 1998 ehf. í Högum. Gamla Kaupþing veitti 30 milljarða króna lán fyrir kaupunum.

Réttaróvissa um veð Nýja Kaupþings

Baugur í greiðslustöðvun | 16. september 2009

Baugur Group
Baugur Group mbl.is

Lögfræðingum, sem rætt hefur verið við, ber ekki saman um hvaða áhrif möguleg riftun hafi á réttarstöðu Nýja Kaupþings, sem á fyrsta veðrétt í hlut 1998 ehf. í Högum. Gamla Kaupþing veitti 30 milljarða króna lán fyrir kaupunum.

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, segir það verkefni lögfræðinga að greiða úr réttarstöðu bankans, ef sölu Baugs Group á Högum til félagsins 1998 ehf., sumarið 2008, verður rift. Þrotabú Baugs Group gerir kröfu um riftun. 1998 ehf. er í eigu Gaums.

Lögfræðingum, sem rætt hefur verið við, ber ekki saman um hvaða áhrif möguleg riftun hafi á réttarstöðu Nýja Kaupþings, sem á fyrsta veðrétt í hlut 1998 ehf. í Högum. Gamla Kaupþing veitti 30 milljarða króna lán fyrir kaupunum.

Lánsféð fór aftur til Kaupþings

Annars vegar er það sjónarmið að veðrétturinn haldi sér óháð riftun. Fari svo að Hagar endi aftur undir hatti Baugs, þá fylgi veðréttur Nýja Kaupþings með óhaggaður.

Hins vegar er það sjónarmið að umrædd sala var gerð að kröfu helstu kröfuhafa Baugs, þar á meðal Kaupþings, og Baugur ráðstafaði söluandvirðinu til að greiða skuldir við bankann. Þar af leiðandi geti önnur staða komið upp.

mbl.is