Lokauppgjöri Landsbankans frestað

Bankakreppa | 23. september 2009

Lokauppgjöri Landsbankans frestað

Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þarf fjármögnun Nýja Landsbanka Íslands (NBI) og útgáfa fjármálagernings um lokauppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Landsbanka Íslands til NBI að vera lokið í síðasta lagi þann 9. október.

Lokauppgjöri Landsbankans frestað

Bankakreppa | 23. september 2009

Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þarf fjármögnun Nýja Landsbanka Íslands (NBI) og útgáfa fjármálagernings um lokauppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Landsbanka Íslands til NBI að vera lokið í síðasta lagi þann 9. október.

Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þarf fjármögnun Nýja Landsbanka Íslands (NBI) og útgáfa fjármálagernings um lokauppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Landsbanka Íslands til NBI að vera lokið í síðasta lagi þann 9. október.

Er þetta tíunda breytingin sem Fjármálaeftirlitið gerir á ákvörðun eftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands til Nýja Landsbanka Íslands (NBI) frá hruni bankans fyrir rúmu ári síðan.

Í ákvörðun FME frá 14. ágúst sl. var sagt að fjármögnun ætti að ljúka fyrir 18. september og að lokauppgjörið ætti að fara fram í síðasta lagi 30. september. Eins og áður segir hefur því nú verið frestað til 9. október.

Sjá nánar á vef FME

mbl.is