Hvers vegna? Hvað svo?

Bankakreppa | 26. september 2009

Hvers vegna? Hvað svo?

Hið opinbera, einkum ríkið, er hins vegar ekki saklaust í því hvernig fór. Rekja má mikla styrkingu krónunnar, a.m.k. að hluta, til stærstu einstöku byggingaframkvæmdar Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar.

Hvers vegna? Hvað svo?

Bankakreppa | 26. september 2009

Geir H. Haarde,
Geir H. Haarde, Kristinn Ingvarsson

Hið opinbera, einkum ríkið, er hins vegar ekki saklaust í því hvernig fór. Rekja má mikla styrkingu krónunnar, a.m.k. að hluta, til stærstu einstöku byggingaframkvæmdar Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar.

Eitt ár verður á þriðjudaginn frá því að Glitnir hrundi, fyrstur viðskiptabankanna þriggja. Bankahrunið átti sér langan aðdraganda og margar samvinnandi orsakir. Sterkt gengi krónunnar, ört vaxandi kaupmáttur og auðvelt aðgengi að lánsfé stuðlaði að stóraukinni einkaneyslu og vexti fyrirtækja. Fasteignaverð rauk upp á örfáum árum og viðskiptahallinn einnig.

Hið opinbera, einkum ríkið, er hins vegar ekki saklaust í því hvernig fór. Rekja má mikla styrkingu krónunnar, a.m.k. að hluta, til stærstu einstöku byggingaframkvæmdar Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar.

Henni fylgdi þensla og verðbólga og neyddist Seðlabankinn fljótt til að hækka vexti. Vaxtamunur við útlönd gerði Ísland álitlegt fyrir erlenda fjárfesta sem keyptu krónur í stórum stíl og styrktu þar með gengi krónunnar. Hið opinbera var ekki aðhaldssamara í meðferð á peningum en almenningur.

Þvert á móti jukust rekstrargjöld hins opinbera og fyrirtækja í eigu þess ár frá ári og var aukningin enn meiri en aukning einkaneyslu.

Næstu daga mun Morgunblaðið fjalla í sérstökum greinaflokki um aðdraganda bankahrunsins, afleiðingar þess og hugsanlegar leiðir úr þeim vanda sem Ísland er í nú. Fyrstu greinina er að finna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þá er sérvef um hrunið að finna hér á mbl.is.

mbl.is