Stuttar boðleiðir banka

Stuttar boðleiðir banka

Bankastjórar Landsbankans tóku ákvörðun um 5,2 milljarða króna lánveitingu til fjárfestingafélagsins Imon á óformlegum fundi á bankastjóraganginum í höfuðstöðvum bankans við Austurstræti í Reykjavík.

Stuttar boðleiðir banka

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið | 22. apríl 2010

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason þáverandi bankastjórar Landsbankans
Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason þáverandi bankastjórar Landsbankans mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bankastjórar Landsbankans tóku ákvörðun um 5,2 milljarða króna lánveitingu til fjárfestingafélagsins Imon á óformlegum fundi á bankastjóraganginum í höfuðstöðvum bankans við Austurstræti í Reykjavík.

Bankastjórar Landsbankans tóku ákvörðun um 5,2 milljarða króna lánveitingu til fjárfestingafélagsins Imon á óformlegum fundi á bankastjóraganginum í höfuðstöðvum bankans við Austurstræti í Reykjavík.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ákvörðunin um lánveitinguna var tekin þann 8. október 2008, í þeirri andrá sem íslenska fjármálakerfið var að hrynja og neyðarlög ríkisstjórnarinnar höfðu verið samþykkt. Á fundinum voru Sigurjón Þ. Árnason, Halldór Kristjánsson og Elín Sigfúsdóttir.

Imon keypti hlutabréf í Landsbankanum fyrir alls níu milljarða króna í miðju hruni haustið 2008. Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekki tekist að komast að því hvernig 3,8 milljarðar af milljörðunum níu voru fjármagnaðir. Öll hlutabréfin sem Imon keypti af Landsbankanum voru í eigin viðskiptum bankans, en Magnús Ármann er eigandi Imon.

mbl.is