Flestir ánægðir með rannsóknarskýrsluna

Flestir ánægðir með rannsóknarskýrsluna

Samkvæmt könnun Gallup hafa tæp 76% fylgst mikið eða nokkuð með umfjöllun um skýrsluna. Áhuginn eykst með aldri og menntun þeirra sem voru spurðir. Karlar hafa meiri áhuga en konur á skýrslunni og íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri en aðrir til að hafa fylgst með umfjöllun um hana.

Flestir ánægðir með rannsóknarskýrsluna

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið | 1. maí 2010

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samkvæmt könnun Gallup hafa tæp 76% fylgst mikið eða nokkuð með umfjöllun um skýrsluna. Áhuginn eykst með aldri og menntun þeirra sem voru spurðir. Karlar hafa meiri áhuga en konur á skýrslunni og íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri en aðrir til að hafa fylgst með umfjöllun um hana.

Landsmenn eru flestir ánægðir með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Margir fylgjast með umfjöllun um hana og nefndin nýtur trausts. Nær allir sem svöruðu í könnuninni töldu mikilvægt að nefndin hefði verið skipuð. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Samkvæmt könnun Gallup hafa tæp 76% fylgst mikið eða nokkuð með umfjöllun um skýrsluna. Áhuginn eykst með aldri og menntun þeirra sem voru spurðir. Karlar hafa meiri áhuga en konur á skýrslunni og íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri en aðrir til að hafa fylgst með umfjöllun um hana.

Í könnun Gallup var líka spurt hvort fólk væri ánægt eða óánægt með skýrsluna. Langflestir, eða tæplega 87 af hundraði, sögðust ánægðir og um helmingur þeirra var mjög ánægður. Fáir voru óánægðir, eða um 1%.

Þegar spurt var um traust til rannsóknarnefndar Alþingis, svöruðu tæp 84% því til að þau bæru frekar mikið eða mjög mikið traust til nefndarinnar. Ríflega 2% bera lítið traust til hennar. Nær allir sem svöruðu, eða 96%, telja það skipta miklu máli að nefndin hafi verið skipuð til að fara yfir orsakir og aðdraganda falls bankanna.

mbl.is