Tafir voru á flugi Iceland Express frá Charles De Gaulle flugvellinum í París til Íslands í dag.
Tafir voru á flugi Iceland Express frá Charles De Gaulle flugvellinum í París til Íslands í dag.
Tafir voru á flugi Iceland Express frá Charles De Gaulle flugvellinum í París til Íslands í dag.
Áætlað var að vélin myndi lenda á Íslandi kl. 16:05 en ekki var búist við henni til Keflavíkur fyrr en kl. 21 í kvöld. Þær upplýsingar standa enn á vefsíðu flugvallarins.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru farþegar sem biðu flugferðarinnar í París hins vegar færðir á hótel þar í borg eftir nokkurra klukkustunda bið á flugvellinum. Engar upplýsingar eða ástæður voru gefnar um seinkun flugferðarinnar.
Ekki hefur náðst í flugfélagið Iceland Express til skýringar á töfinni.
Uppfært 19:40
Samkvæmt upplýsingum frá Iceland Express er ástæðan fyrir töfunum bilun og verið er að vinna að viðgerð hörðum höndum. Á meðan voru farþegar færðir á hótel en ekki er vitað hve langan tíma viðgerðin mun taka. Farþegar voru upplýstir um ástand mála með tölvupóstum og smáskilaboðum í síma.