Vél Icelandair stöðvuð í París í vetur

Iceland Express | 18. júlí 2011

Vél Icelandair stöðvuð í París í vetur

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugvél Icelandair hafi í vetur verið bannað að fljúga frá Charles de Gaulle flugvellinum í París eftir skyndiskoðun á vélinni.

Vél Icelandair stöðvuð í París í vetur

Iceland Express | 18. júlí 2011

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugvél Icelandair hafi í vetur verið bannað að fljúga frá Charles de Gaulle flugvellinum í París eftir skyndiskoðun á vélinni.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugvél Icelandair hafi í vetur verið bannað að fljúga frá Charles de Gaulle flugvellinum í París eftir skyndiskoðun á vélinni.

Um sama eftirlit var að ræða og á flugvél Astraeus sem annast flug fyrir Iceland Express. Segir Guðjón í tilviki Icelandair hafi eftirlitsaðilar gert athugasemd við hnoð á skrokk vélarinnar. 

Sendi Icelandair aðra vél í sinni eigu til þess að fljúga með farþegana til Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frönsku flugmálastjórnarinnar hefur sérstakt eftirlit, svonefnt SAFA-verkefni, verið haft frá árinu 1996 með erlendum flugvélum sem fljúga til landa ESB.

Á vegum þess starfar nokkurs konar flugöryggislögregla innan frönsku flugmálastjórnarinnar. Á árunum 2003 til 2009 skoðuðu eftirlitsmenn hennar frá 1200 og upp í 2780 þotur á ári. Einhvers konar – og misjafnlega alvarlegar – athugasemdir þurfti að jafnaði að gera vegna fjórðu hverrar þotu.

mbl.is