Alltaf með möndlur og prótein í töskunni

Stjörnuþjálfun | 23. október 2011

Alltaf með möndlur og prótein í töskunni

Júlía Rós Júlíusdóttir er alltaf með próteinstykki í töskunni ef ske kynni að hún yrði svöng. Á bloggi sínu segir hún frá sinni upplifun af lífsstílsbreytingunni.

Alltaf með möndlur og prótein í töskunni

Stjörnuþjálfun | 23. október 2011

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Eggert Jóhannesson

Júlía Rós Júlíusdóttir er alltaf með próteinstykki í töskunni ef ske kynni að hún yrði svöng. Á bloggi sínu segir hún frá sinni upplifun af lífsstílsbreytingunni.

Júlía Rós Júlíusdóttir er alltaf með próteinstykki í töskunni ef ske kynni að hún yrði svöng. Á bloggi sínu segir hún frá sinni upplifun af lífsstílsbreytingunni.

„Það sem er líka svo gaman þegar þetta er komið svona vel á veg að þá eru matarvenjurnar orðnar svo eðlilegar hjá mér, veit svo vel hverju ég á að sleppa og veit hversu mikið ég á að fá mér. En svo koma alltaf upp slíkar stundir að ég er lengur á leiðinni heim úr vinnu en ég ætlaði mér eða eitthvað annað, þá finnst mér rosa gott að vera alltaf með próteinstykki í töskunni eða möndlur til að grípa í. Í staðinn fyrir að stoppa í næstu sjoppu og kaupa súkkulaði eða einhverja óhollustu.“

Í dag er Júlía Rós farin að hlaupa 7 kílómetra án þess að blása úr nös.

„Tók hlaup í gær, 7 km, og bætti tímann minn frá því fyrir viku um mínútu, rosa ánægð með það bæta tímann í hverri viku.“

„Það var svo tími hjá Önnu Eiríks í kvöld og var stöðvaþjálfun og var maður alveg búinn á því eftir tímann. Vígði einmitt flottu fötin sem við fengum frá Reebook easytonek-línunni við fabulous 5 ;) Vá, ég fann sko fyrir því hvað það var miklu erfiðara að gera æfingarnar, buxurnar eru með svo mikla mótstöðu að það er eins og maður sé með aukalóð á lærunum ... sem ætti að skila sér í betra formi. Síðan er svolítið skrýtið að vera í skónum því að þeir eru með loftbúðum á öðrum stað en venjulegir skór, þarf því meira að einbeita sér að því að halda jafnvægi á þeim.“

„Þá er best að hvíla líkamann fyrir brjálaðan hjólatíma með henni Vöku á morgun. Það skemmtilega við fimmtudaga er að eftir brjálaðan hjólatíma förum við 5 fræknu á Krúsku sem er á Suðurlandsbraut og fáum okkur alltaf eitthvað brjálæðislega gott að borða og ekki skemmir fyrir að þetta er allt súper hollt og jú gott.“

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is