Ætlar að taka Meistaramánuðinn alvarlega

Stjörnuþjálfun | 24. október 2011

Ætlar að taka Meistaramánuðinn alvarlega

Evu Margréti Kristinsdóttur dugar ekki að vera bara í Stjörnuþjálfun. Hún ætlar að taka þátt í Meistaramánuðinum.

Ætlar að taka Meistaramánuðinn alvarlega

Stjörnuþjálfun | 24. október 2011

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir. Eggert Jóhannesson

Evu Margréti Kristinsdóttur dugar ekki að vera bara í Stjörnuþjálfun. Hún ætlar að taka þátt í Meistaramánuðinum.

Evu Margréti Kristinsdóttur dugar ekki að vera bara í Stjörnuþjálfun. Hún ætlar að taka þátt í Meistaramánuðinum.

„Næstu 30 daga ætla ég að taka þátt í Meistaramánuðinum og einbeita mér að því að vera meistari í eigin lífi. Meistaramánuðurinn snýst um að setja sér háleit markmið þegar kemur að mataræði, hreyfingu, vinnunni, skólanum, einkalífinu og þegar kemur að því að rækta andann. Ef við reynum að gera eitthvað í 30 daga þá eru meiri líkur á því að við munum halda því áfram þegar Meistaramánuðinum lýkur. Ég er búin að setja mér háleit markmið, sum þeirra eru erfið og krefjandi en önnur mjög einföld eins og t.d. að nota alltaf tannþráð á kvöldin og taka hörfræolíu á morgnana.

Ég hvet alla til að taka þátt í Meistaramánuðinum og setja sér ný og ögrandi markmið. Ég hlakka mikið til að takast á við næstu 30 daga.“

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is