Vigtin hefur staðið í stað hjá Auði Guðmundsdóttur í Stjörnuþjálfun en á sama tíma lækkar fituprósentan. Hún talar um mælingarnar á nýjustu bloggfærslu sinni.
Vigtin hefur staðið í stað hjá Auði Guðmundsdóttur í Stjörnuþjálfun en á sama tíma lækkar fituprósentan. Hún talar um mælingarnar á nýjustu bloggfærslu sinni.
Vigtin hefur staðið í stað hjá Auði Guðmundsdóttur í Stjörnuþjálfun en á sama tíma lækkar fituprósentan. Hún talar um mælingarnar á nýjustu bloggfærslu sinni.
„Við stelpurnar fórum í mælingu á miðvikudaginn og hún kom bara ágætlega út, ekki alveg eins mikil breyting og fyrstu 4 vikurnar en ég get ekki kvartað því að þetta er frábær árangur á svona skömmum tíma. Þyngdin mín hefur ekki farið mikið niður síðan úr seinustu mælingu og ég hef svolítið verið að standa í stað í 66 kg en fituprósentan hefur hinsvegar lækkað mjög. Þegar ég byrjaði var ég með 27% í fituprósentu og eftir fyrstu mælinguna var ég komin niður í 25,5%. Ég er núna hinsvegar komin niður í 22,1% og ég er bara nokkuð ánægð með það. Það er lítið búið að gerast í ummálinu síðan í síðustu mælingu, en það eru 2 cm farnir af mjöðmunum og 1 cm farinn af upphandleggjunum, allt annað hefur standið í stað. Ég var á einhverjum smábömmer yfir því, en ákvað svo að það þýddi ekki neitt. Einhverjar tölur á blaði er kannski ekki það sem skiptir mestu máli þó svo að það sé ágætis mælikvarði á hvernig manni gengur. En stundum verður maður samt aðeins að hugsa út fyrir tölurnar og horfa á hvernig líf manns hefur breyst. Ég er komin í svo miklu betra form en ég var í áður, ég er orðin sterkari, mér líður betur með, ég hef meiri orku, hreyfing er orðið með því skemmtilegra sem ég geri og ég finn að ég er mun ánægðari með sjálfa mig og hef meira sjálfstraust. Þetta er árangurinn sem skiptir mestu máli, ekki tölurnar á blaðinu. Svo ég ætla bara að vera mjög stolt af sjálfri mér og ánægð með árangurinn sem ég hef náð,“ segir Auður á bloggi sínu.