Eva Margrét Kristinsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi hjálpað henni að komast í gott form. „Eftir þessar 12 vikur get ég gert hluti sem mig hefði ekki dreymt um að geta áður en námskeiðið hófst. Ég er sterkari, fljótari, léttari, með meira sjálfstraust og svona gæti ég lengi haldið áfram. Áður en námskeiðið hófst þá gerði ég mér grein fyrir að framundan væru erfiðar vikur sem myndu reyna á þolrifin. Ég þyrfti að vera öguð, staðföst og einbeita mér að markmiðunum,“ segir Eva Margrét. Spurð að því hvað standi upp úr á þessu 12 vikna ferðalagi nefnir hún skemmtun.
Eva Margrét Kristinsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi hjálpað henni að komast í gott form. „Eftir þessar 12 vikur get ég gert hluti sem mig hefði ekki dreymt um að geta áður en námskeiðið hófst. Ég er sterkari, fljótari, léttari, með meira sjálfstraust og svona gæti ég lengi haldið áfram. Áður en námskeiðið hófst þá gerði ég mér grein fyrir að framundan væru erfiðar vikur sem myndu reyna á þolrifin. Ég þyrfti að vera öguð, staðföst og einbeita mér að markmiðunum,“ segir Eva Margrét. Spurð að því hvað standi upp úr á þessu 12 vikna ferðalagi nefnir hún skemmtun.
Eva Margrét Kristinsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi hjálpað henni að komast í gott form. „Eftir þessar 12 vikur get ég gert hluti sem mig hefði ekki dreymt um að geta áður en námskeiðið hófst. Ég er sterkari, fljótari, léttari, með meira sjálfstraust og svona gæti ég lengi haldið áfram. Áður en námskeiðið hófst þá gerði ég mér grein fyrir að framundan væru erfiðar vikur sem myndu reyna á þolrifin. Ég þyrfti að vera öguð, staðföst og einbeita mér að markmiðunum,“ segir Eva Margrét. Spurð að því hvað standi upp úr á þessu 12 vikna ferðalagi nefnir hún skemmtun.
„Eftir þessar 12 vikur þá er skemmtun það eina sem situr eftir. Þetta var allt svo ótrúlega skemmtilegt. Það var alltaf fjör í tímunum og gleðin var alltaf við völd. Stjörnuþjálfun Hreyfingar kom mér út fyrir þægindahringinn sem ég var búin að búa mér til og sat sem fastast í. Ég var harðákveðin að leggja mig alla fram til þess að ná sem bestum árangri í Stjörnuþjálfun en árangurinn fór langt fram úr björtustu vonum og markmiðum. Eitt af því sem ég hef lært af þessu ferðalagi er að allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.“
Þegar Eva Margrét er spurð hvort hún ætli að halda áfram segir hún svo vera. „Ég er búin að skrá mig á annað Stjörnuþjálfunarnámskeið hjá Önnu upp í Hreyfingu sem hefst í janúar. Ég hlakka ótrúlega mikið til að mæta aftur í tíma hjá Önnu því ég er strax farin að sakna tímanna hrikalega mikið. Þetta er besta og skemmtilegasta hreyfing sem ég hef prófað. Þangað til ætla ég að vera dugleg að fara út að hlaupa og mæta í ræktina í opna tíma og í salinn.“
Förðun: Förðunarmeistarar frá MAC.