Fyrir-og-eftir-myndirnar af Auði Guðmunds

Stjörnuþjálfun | 14. desember 2011

Fyrir-og-eftir-myndirnar af Auði Guðmunds

Auður Guðmundsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi breytt lífi sínu og hjálpað sér að breyta um lífsstíl og líða betur með sjálfa sig.

Fyrir-og-eftir-myndirnar af Auði Guðmunds

Stjörnuþjálfun | 14. desember 2011

Auður Guðmundsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi breytt lífi sínu og hjálpað sér að breyta um lífsstíl og líða betur með sjálfa sig.

Auður Guðmundsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi breytt lífi sínu og hjálpað sér að breyta um lífsstíl og líða betur með sjálfa sig.

„Ég hafði lengi verið að reyna að koma mér í form en náði aldrei neinum árangri því ég hafði ekki hvatninguna eða fræðsluna sem ég fékk í Stjörnuþjálfun. Í dag er ég búin að ná rosalega góðum árangri en er svo alls ekki hætt og held ótrauð áfram því það sem ég hef öðlast á þessum tólf vikum er ómetanlegt og ég ætla aldrei að missa það. Svona á lífið að vera,“ segir Auður himinlifandi með árangurinn. 

Þegar hún er spurð að því hvað standi upp úr á þessum 12 vikum nefnir hún árangurinn.

„Einnig hefur verið yndislegt að eyða svona miklum tíma með þessum frábæru og fallegu konum sem ég fékk að kynnast! Við náðum allar vel saman og það voru góðar stundir þegar við hittumst á Krúsku á fimmtudögum eftir æfingar. Þær voru frábær stuðningur og ég er rosalega ánægð með að hafa fengið að kynnast þeim,“ segir hún. 

Auður segist aldrei hafa búist við því að ná jafngóðum árangri og hún gerði.

„Mér datt aldrei í hug að ég myndi ná svona miklum árangri. Ég man í byrjun þá var ég að reyna að ímynda mér hvernig ég myndi líta út eftir 12 vikur en það var aldrei það sem ég sé í speglinum núna. Ég hugsaði líka bara um sjáanlega árangurinn þegar ég var að byrja en datt aldrei í hug hvernig ég sjálf og líf mitt myndi breytast til hins betra.“

Auður er ekki búin að ákveða sig hvernig hún ætlar að halda árangrinum.

„Ég ætla auðvitað að að halda árangrinum og halda áfram og ná enn meiri árangri. Ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að gera í framhaldinu en ég mun líklegast skrá mig á eitthvert námskeið eftir áramót. Það er svo rosalega gott að hafa eitthvert svona aðhald þó svo að maður geti þetta alveg einn og óstuddur. Það er líka bara skemmtilegra. En þangað til ætla ég bara að halda áfram að mæta sjálf í ræktina 3-5 sinnum í viku eftir því sem ég hef tíma fyrir og passa svo bara upp á mataræðið! Það er auðvitað mun erfiðara um jólin og ég ætla alls ekki að neita mér um neitt af þeim kræsingum sem jólin hafa upp á að bjóða en maður passar kannski bara skammtastærðirnar og sleppir öllu gúffi.“

Förðun: Förðunarmeistarar frá MAC.

Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
mbl.is