Baðfatamyndirnar af Dagmar Ásmundsdóttur

Stjörnuþjálfun | 19. desember 2011

Baðfatamyndirnar af Dagmar Ásmundsdóttur

Dagmar Ásmundsdóttir stóð sig með mikilli prýði í Stjörnuþjálfun og á þessum 12 vikum sem námskeiðið stóð missti hún um 15 kíló. Þegar hún er spurð að því hvað Stjörnuþjálfun gerði fyrir hana stendur ekki á svörunum.

Baðfatamyndirnar af Dagmar Ásmundsdóttur

Stjörnuþjálfun | 19. desember 2011

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir.

Dagmar Ásmundsdóttir stóð sig með mikilli prýði í Stjörnuþjálfun og á þessum 12 vikum sem námskeiðið stóð missti hún um 15 kíló. Þegar hún er spurð að því hvað Stjörnuþjálfun gerði fyrir hana stendur ekki á svörunum.

Dagmar Ásmundsdóttir stóð sig með mikilli prýði í Stjörnuþjálfun og á þessum 12 vikum sem námskeiðið stóð missti hún um 15 kíló. Þegar hún er spurð að því hvað Stjörnuþjálfun gerði fyrir hana stendur ekki á svörunum.

„Stjörnuþjálfunin gerði allt og meira en það fyrir mig. Þolið hefur aukist, ég er með mun meiri orku og svo hefur sjálfstraustið aukist til muna. Ég hef tamið mér það eftir þessa þjálfun að borða minna og oftar og ræktin er orðin partur af lífinu,“ segir Dagmar. 

Þegar hún er spurð að því hvað stóð upp úr í Stjörnuþjálfun segir hún að stuðningurinn hafi verið góður og æfingarnar fjölbreyttar.

„Það var engin vitleysa í gangi og okkur var ekki bannað að borða neitt heldur var lagt upp með að borða hollt og hreyfa sig.“

Bjóstu við að árangurinn yrði svona mikill?

„Ég vissi það þegar ég skráði mig í þetta að ég myndi taka mig á en aldrei hélt ég að árangurinn myndi verða svona svakalegur. Anna Eiríks bað okkur um að skrifa niður markmiðin okkar og senda sér. Hún sagðist myndi sparka í rassinn á okkur ef við værum ekki að nálgast þau. Ég svitnaði við þessa tilhugsun því ég hélt að ég væri ekki nógu dugleg til að standa við það sem ég skrifaði.“

Hvað ætlar þú að gera til að halda árangrinum?

Það sem ég ætla að gera til að halda árangrinum og ná nýjum markmiðum er að halda áfram að æfa 4-6 sinnum í viku. Þegar ég byrjaði í Stjörnuþjálfun snérust markmiðin mín eingöngu um kílóin og sjá cm hverfa, en núna langar mig að geta hlaupið lengur og lengra. Mig langar að geta hlaupið 10 kílómetra í maraþoni og mig langar alveg ofsalega að geta gert almennilegar armbeygjur. Annað námskeið í Stjörnuþjálfun er líka á planinu í janúar.

Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
mbl.is