Munir Houston á uppboð

Whitney Houston látin | 20. febrúar 2012

Munir Houston á uppboð

Fatnaður og skartgripir sem söngkonan Whitney Houston bar verða boðnir upp á uppboði í mars. Útför Houston, sem lést fyrir rúmri viku, fór fram um helgina.

Munir Houston á uppboð

Whitney Houston látin | 20. febrúar 2012

Fatnaður og skartgripir sem söngkonan Whitney Houston bar verða boðnir upp á uppboði í mars. Útför Houston, sem lést fyrir rúmri viku, fór fram um helgina.

Fatnaður og skartgripir sem söngkonan Whitney Houston bar verða boðnir upp á uppboði í mars. Útför Houston, sem lést fyrir rúmri viku, fór fram um helgina.

Um er að ræða uppboð á vegum Juliens-uppboðshússins sem sérhæfir sig í sölu á hlutum fræga fólksins.

Meðal annars verður svartur flauelskjóll sem hún bar í kvikmyndinni Bodyguard árið 1992 seldur á uppboðinu ásamt perlueyrnalokkum sem hún bar einnig í myndinni. Talið er að 1-2 þúsund Bandaríkjadalir, 123-246 þúsund krónur, fáist fyrir kjólinn og 600-800 dalir fyrir lokkana. 

Houston fannst látin á hótelherbergi í Los Angeles 11. febrúar sl. Hún var 48 ára er hún lést. Ekki liggur fyrir hvert banamein hennar var en lyfseðilsskyld lyf fundust í herbergi hennar en engin merki um notkun ólöglegra efna.

mbl.is