Lík Houston illa farið

Whitney Houston látin | 8. apríl 2012

Lík Houston illa farið

Krufning á líki söngkonunnar Whitney Houston leiddi í ljós að stór svæði á líkama hennar voru brunnin af völdum heits vatns en hún fannst látin í baðkari á hótelherbergi 11. febrúar síðastliðinn. Baðvatnið var 33 gráður sex klukkustundum eftir að hún lést sem þykir benda til þess að það hafi verið sjóðandi heitt er söngkonan fór ofan í það.

Lík Houston illa farið

Whitney Houston látin | 8. apríl 2012

Whitney Houston.
Whitney Houston. Reuters

Krufning á líki söngkonunnar Whitney Houston leiddi í ljós að stór svæði á líkama hennar voru brunnin af völdum heits vatns en hún fannst látin í baðkari á hótelherbergi 11. febrúar síðastliðinn. Baðvatnið var 33 gráður sex klukkustundum eftir að hún lést sem þykir benda til þess að það hafi verið sjóðandi heitt er söngkonan fór ofan í það.

Krufning á líki söngkonunnar Whitney Houston leiddi í ljós að stór svæði á líkama hennar voru brunnin af völdum heits vatns en hún fannst látin í baðkari á hótelherbergi 11. febrúar síðastliðinn. Baðvatnið var 33 gráður sex klukkustundum eftir að hún lést sem þykir benda til þess að það hafi verið sjóðandi heitt er söngkonan fór ofan í það.

Í frétt Daily Mail segir að talið sé að söngkonan hafi ekki verið með réttu ráði er hún fór ofan í baðkarið. Því hafi hún ekki áttað sig á hitastiginu á vatninu eða jafnvel ekki fundið fyrir hitanum.

Þá kom í ljós að mörg ör voru á líkama söngkonunnar, sum nýleg en önnur eldri. Þá var miðnesi hennar eytt, líklega af völdum mikillar neyslu kókaíns í gegnum árin, að því er fram kemur í frétt Daily Mail.

Houston var 48 ára er hún lést.

mbl.is